Adrian & Rakel
Býður þér í Vikinga Athöfn & Spænska Veislu
September 19, 2025

Sagan okkar
Adrian and Rakel kynntust á nútíma máta: með því að "svæpa" til hægri á Tinder (swoon!) árið 2017. Eftir að hafa spjallað í meira en mánuð um allt mögulegt var kominn tími til að hittast í fyrsta skipti. Það var smá vandamál, Adrian bjó á Djúpavogi á Austurlandi – og Rakel bjó á Norðurlandi svo það var langt í að hittast á stefnumót.Fyrsta stefnumótið þeirra varð að vera um helgi þar sem Rakel þurfti að keyra 546 km (339 mílur) eða í næstum 8 klukkustundir til að hitta drauma prinsinn sinn. Jæja, það var líka annað vandamál ,- Adrian talaði ekki ensku né gat skrifað hana -samtalið fór fram með google translate og það var allt án þess að Rakel vissi af því. Þú getur ímyndað þér undrun hennar þegar hún hitti prinsinn sinn í fyrsta skipti hvernig þetta samtal fór !!.
Fyrsti hittingurinn: Þetta byrjaði með því að brosa hvert til annars og svo vandræðalegt „HALLÓ“, svo kom besta og lengsta faðmlag sem þau hafa bæði upplifað, rétt eins og tíminn stoppaði og einhvern veginn hvarf feimnin út um þúfur og bara svo eðlilegt allt saman, eins og sagt er á Spáni- „ það var eins og hinn helmingurinn af appelsínunni hafi loksins fundist“ .
Dagurinn var meira í þögn og margar handabendingar í allar áttir til að reyna að skilja hvort annað, en eftir að þau eyddu helginni saman vissu þau að það væri annar hittingur að festast á dagatalið
Já, Rakel ók aftur um næstu helgi, aðra 546 km aðra leið aftur.
Þetta hlaut að vera eitthvað sérstakt.
Og auðvitað gekk seinna stefnumótið miklu betur, þar sem Adrian var örugglega að æfa enskuna sína meira með Google og þau voru líka farnir að skilja handabendingarnar betur.
Eftir þetta -gerum bara langa sögu stutta -
-JÁ-
þau hafa verið saman nánast síðan..
Það er mjög erfitt að nefna nokkrar uppáhaldsminningar þeirra þar sem Adrian og Rakel elska að eyða tíma saman, svo það er betra að segja það með myndum í galleríalbúminu. Þau elska að ferðast og uppgötva nýja staði, njóta góðs matar og drykki, að kynnast nýju fólki og hitta vini, elda góðan mat, horfa á kvikmyndir og hanga saman á hljóðum stundum. Líf þeirra hefur bara meiri merkingu fyrir hvort annað þegar þau eru saman
- sönn ástar saga.
Bónorðið
Bónorðið var dálítið einstakt þar sem það endaði með að vera frá þeim báðum, en með nokkurra ára millibili, þar sem þau þurftu að hætta við brúðkaupið sitt vegna þess að C-19 yfirtók í heiminn.
Fyrsta bónorðið: Adrian ætlaði að byðja hennar Rakel í ferð þeirra til Spánar um páskana 2018, það var líka fyrsta ferð Rakelar til að hitta móður Adrian.
Í stuttri ferð til Malaga varð rétti tíminn. Í miðegisgöngu á ströndinni fann Adrian sér stað fyrir þau til að setjast niður í sandinum og hvíla sig aðeins eftir stóra hádegisverðinn sem þau snæddu. Hann byrjaði að tala um lífið við Rakel og auðvitað um ástina - og eftir vel valin orð kom kassinn upp úr vasanum hans, hann fór á annað hnéið til að byðja um hönd hennar. Þegar hann var að byrja að tala sagði Rakel bara-" Nei NEI NEI hvað er þetta "
Adrian hikaði við að spyrja þar sem þetta stóra NEI hljómaði bara ekki rétta svarið sem hann var að vonast til að heyra. Hann varpaði spurningunni fram þó Rakel hefði sagt þetta stóra NEI.
Og auðvitað sagði Rakel "Ég meina JÁ ekki NEI ...
Eftir að hringurinn var settur á fingur hennar voru nokkur tár, þétt faðmlag og kossar.
Seinna bónorðið: Rakel ætlaði að byðja um hönd Adrian á afmælisdaginn hans 2024, bara vegna þess að Adrian hafði nefnt í gríni nokkrum sinnum „ef við ætlum að gifta okkur þá þarftu að byðja mín fyrst, vegna þess að brúðkaup okkar var aflýst á sínum tíma svo sú bónorðið mitt telst ekki lengur."
Planið hennar var að gera það á meðan þau myndu horfa á sólsetrið á veitingastaðnum La Roca í gamla bænum í Salobrena, en það var erfitt að gera það þá, staðurinn var fulllur af fólki og hún varð skelfingu lostin, svo kannski bara sleppa þessu. En eftir góðan mat og drykk þar var kominn tími til að ganga niður hæðina og halda heim á leið. Á leiðinni safnaðist kjarkurinn í Rakel að spyrja hann en fyrst tók við að sannfæra Adrian að setjast niður á bekk á útsýnispalli, og eftir vel töluð orð gerði hún það loksins. Kassinn kom úr veskinu og hún fór á skeljarnar til að byðja um hönd hans.
Og auðvitað sagði Adrian "JÁ, loksins"
Eftir að hringurinn var settur á hans fingur var einnig deilt nokkrum tárum, þéttum faðmlögum og kossum.
Við erum svo spennt að hafa þig með okkur í tilefni ástarinnar okkar.
Sjáumst fljótlega!
Skemmtilegar stundir saman
